Hlutabréf á Wall Street lækkuðu umtalsvert í gær eftir að nýjar hagtölur voru birtar um fjölgun starfa og framleiðslu.  Tölurnar voru lélegri en fjárfestar bjuggust við.

Dow Jones vísitalan lækkaði um 2,2% og  hefur ekki lækkað meira innan dags síðan 11. ágúst 2010, eða í tæpt ár.

S&P 500 vísitalan lækkaði um 2,28% og Nasdaq lækkaði um 2,33%.