Hagnaður bandaríska afþreyingarrisans Disney nam 12,6 milljörðum dollara á nýafstöðnu reikningsári en það nær frá 1.október til 30. september. Jókst hagnaður félagsins um 40% frá því í fyrra. Tekjur síðasta árs námi 59,4 milljörðum dollara og jukust um 8% milli ára.

Þá nam hagnaður síðasta ársfjórðungs 2,3 milljörðum dollara sem er aukning um 33% frá því í fyrra á meðan tekjur fjórðungsins námu 14,3 milljörðum og jukust um 12% frá því í fyrra.

Samkvæmt frétt BBC má rekja góðan aukinn hagnað til góðs áragnur bíómynda á borð við Incredibles 2 og Ant-Man and the Wasp.