Mike Ashley mun segja starfi sínu lausu sem forstjóri Frasers Group lausu í maí á næsta ári. BBC greinir frá.

Fraser Group á og rekur meðal annars fatamerkið Jack Wills, House of Fraser og Sports Direct íþróttavöruverslunirnar, þar á meðal verslun Sports Direct á Íslandi. Félagið rekur um þúsund verslanir og markaðsvirði þess er um 3 milljarðar punda, um 523 milljarðar króna.

Ashley stofnaði Sports Direct árið 1982 og á 64% hlut í félaginu.

Hann tók við forstjórastólnum fyrir fimm árum síðan í kjölfar uppsagnar Dave Forsey. Ashley mun enn sem áður sitja í stjórn félagsins en arftaki Ashley sem forstjóri félagsins verður tengdasonur hans, Michael Murray, en hann hefur verið hæggri hönd hans frá árinu 2011.

Félag Ashley eignaðist Sports Direct á Íslandi að fullu árið 2018 eftir deilur í eigendahópnum sem samanstóð af Sigurði Pálma Sigurbjörnssyni, Ingibjörgu Pálmadóttur og Jeffrey Blue. Hagnaður verslunarinnar á síðasta reikningsári félagsins nam um 156 milljónum króna.

Ashley hefur verið nokkuð umdeildur í gegnum tíðina og þá sérstaklega í tengslum við störf sín sem eigandi bresku fótboltaliðanna Newcastle United og Rangers.