Air France-KLM tilkynnti í morgun mikið tap af rekstri sínum á 2. ársfjórðungi. Nam tapið 895 milljónum evra, um 132 milljörðum króna. Tapið nam 197 milljónum árið á undan.

Gjaldfærður var 368 milljóna evra einskiptiskostnaður vegna endurskipulagningar á tímabilinu og 372 milljónir vegna annarra liða.

Eldsneytiskostnaður hækkaði um 13% milli ára.

Þrátt fyrir mikið tap hafa hlutabréf félagsins hækkað um 11% í kauphöllinni í París í morgun.