Hlutabréf hafa hækkað mikið í fyrstu viðskiptum í Evrópu í morgun. Evrópska hlutabréfavísitalan DJ Stoxx 50 hefur hækkað um 6%.

Það eru bankar og olíufélög sem elta hækkanir í Bandaríkjunum og Asíu í von um að efnahagsaðgerðir ríkisstjórna muni hjálpa við að draga úr högginu af efnahagskreppunni, að sögn Reuters.

„Seðlabankar hafa gert sitt og nú er horft til ríkisstjórna. Til viðbótar við áætlun Obama eru efnahagsaðgerðir á Indlandi, í Ástralíu og í Kína,“ hefur Reuters eftir Thierry Lacraz, greinanda hjá Pictet í Genf.