Í Morgunkorni Glitnis segir að bandarískir byggingaverktakar hafa aldrei verið svartsýnni um söluhorfur á þarlendum húsnæðismarkaði en í nóvember s.l. ef marka má NAHB húsnæðisvísitöluna.


Vísitalan, sem hefur verið birt frá árinu 1985,  hefur aldrei verið lægri en nú og var hún óbreytt frá fyrri mánuði í 19 stigum. Vísitalan hefur mælst undir 50 stigum samfleytt frá því í maí 2006, en gildi undir 50 gefur til kynna að fleiri meti stöðu markaðarins slaka en góða, segir í Morgunkorninu.