Stjórnunarverðlaun Stjórnvísis voru afhent við hátíðlega athöfn sem var í senn verðlaunaafhending og ráðstefna undir yfirskriftinni „Mikilvægi fjárfestinga við endurreisn atvinnulífsins“.

Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísis 2012 eru Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, Helga Fjóla Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Íslenska gámafélagsins, og Þórsteinn Ágústsson, framkvæmdastjóri Sólar ehf. Verðlaunin eru veitt árlega þeim stjórnendum sem þykja hafa skarað framúr á sínu sviði en yfir fjörutíu stjórnendur hlutu tilnefningu til verðlaunanna. Félagar í Stjórnvísi tilnefna stjórnendur, einn eða fleiri, út frá þeim viðmiðum sem sett eru hverju sinni. Síðan tekur dómnefnd við öllum tilnefningargögnum og vinnur úr þeim.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.

Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, Stjórnunarverðlaun 2012
Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, Stjórnunarverðlaun 2012
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Páll Harðarson, forstjóri NASDA Q OMX Iceland, flutti erindi um hvernig við mótum framtíðina.