Hlutabréfamarkaðir í Asíu hækkuðu mikið í viðskiptum dagins en líklegt er að fjárfestir vonist eftir frekari aðgerðum frá Seðlabanka Evrópu. Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka Evrópu sagði eftir að ákveðið var að halda stýrivöxtum óbreyttum að bankinn myndi líklega á næsta fundi endurskoða aðgerðir bankans. Þetta er talið merki um að bankinn muni auka við magnbundnar íhlutanir og skuldabréfakaup bankans.

Nikkei 225 vísitalan í Japan hækkaði mikið í viðskiptum dagsins, eða um 5,88%. Hang Seng í Hong Kong hækkaði um 3,06% og Sjanghæ um 1,25%. Kospi í Suður-Kóreu hækkaði um 1,8%.

Olíuverð hefur ekki hækkað jafn mikið á einum degi í um þrjá mánuði, en verðið á Brent hráolíu hækkaði um 2,5% og er nú 29,99 dalir á tunnu. Texas hráolía hækkaði um 4,2% og er nú 29,53%.