Hinn svokallaði „Black Friday“ fór framhjá fáum sem fylgdust með auglýsingum síðasta föstudag. Fjölmargar verslanir buðu upp á afslátt á vörum sínum daginn eftir þakkargjörð- ardag, að bandarískum sið.

Gestur Hjaltason, framkvæmdastjóri Elko, segist telja að veltan á föstudaginn hafi verið að minnsta kosti 50% meiri en á venjulegum dögum. Hins vegar hafi helgin verið ósköp svipuð og í fyrra. „Það var stór helgi í fyrra, útborgunardagur var fyrr. Það hefur strax talsverð áhrif. En föstudagurinn var eiginlega einn stærsti dagur í sögu Elko á venjulegum degi, óháð opnun á verslunum og svoleiðis,“ segir hann

Egill Jóhann Ingvason, framkvæmdastjóri Rafha, segist vera í skýjunum yfir því hvernig dagurinn gekk. Síðasti föstudagur hafi verið að minnsta kosti þreföldun frá síðasta metdeginum í sögu fyrirtækisins. „Það verður ekki betra en það,“ segir hann léttur í bragði.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .