Fiskafli íslenskra skipa dróst saman um 18,8% á föstu verði í apríl borið saman við sama mánuð í fyrra, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar .

Í tonnum talið dróst afli saman um 6,5% sem skýrist af samdrætti í nær öllum helstu tegundum.

Botnfiskafli minnkaði í apríl um 13% miðað við apríl í fyrra. Uppsjávarafli var álíka í apríl í ár og í sama mánuði 2013, þrátt fyrir enga loðnuveiði, síldveiði og samdrátt í makrílveiðum. Veiði á kolmunna stóð í stað en annar uppsjávarfiskur hefur veiðst betur.