Eftirspurn eftir varanlegri neysluvöru minnkaði um 4,9% í síðasta mánuði í Bandaríkjunum samkvæmt hagvísum sem voru birtir í gær. Er þetta mun meira fall en væntingar voru um en sérfræðingar höfðu spáð 3,1% samdrætti. Er þetta mesti samdráttur síðan í janúar en í mánuðinum á undan, júlí, jókst eftirspurnin um 6,1%.