Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 34,8% samkvæmt nýrri könnun MMR , en það var 37,3% í síðustu mælingu sem gerð var um miðjan desembermánuði

Fylgi Sjálfstæðisflokksins dregst saman milli kannana en það mældist núna 27,3% samanborið við 29,4% í síðustu mælingu. Björt framtíð mælist með næstmesta fylgið eða 16,9% og bætir þannig við sig 0,7% frá síðustu könnun.

Fylgi Samfylkingarinnar mældist núna 15,9% borið saman við 16,1% síðast. Þá mælast Píratar með 12,8% fylgi og Vinstri grænir með 11,9%.

Fylgi Framsóknarflokksins dróst saman milli kannana og mældist nú 9,4% borið saman við 11,0% í síðustu könnun. Fylgi annarra flokka mældist undir 2%.

Svarfjöldi í könnuninni var 993 einstaklingar, en hún var framkvæmd frá 9. til 14. janúar sl.