Heldur dauflegt var yfir viðskiptum á Kauphöllinni í dag séu þau borin saman við viðskiptin í gær. Heildarveltan var rúmlega 2,4 milljarðar og var velta með hlutabréf tæp 1,5 milljarður og velta með skuldabréf 962 milljónir. Þetta er töluvert minni velta en í gær en þá var heildarveltan 7,5 milljarðar.

Mest hækkaði gengi hlutabréfa í Högum eða um 1,83% en þar á eftir hækkuðu mest bréf í Vodafone um 0,84%. Mesta lækkunin var á gengi bréfa í Marel um 1,7% og þar á eftir lækkaði mest gengi bréfa í Icelandair Group um 0,89%.

Úrvalsvísitalan lækkaði í dag um 0,42% og stendur lokagildi hennar í 1.359,06.