Ólafur M. Magnússon, sem oft er kenndur við Kú, segir það undarlegt að jafn ungur maður og Arnar Árnason skuli halda uppi jafn gamaldags viðhorfum gagnvart mjólkuriðnaðinum og raun ber vitni. Rætt var við Arnar, formann Landssambands kúabænda, um undanþágur mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins.

Arnar sagði í viðtalinu fólk gjarnan misskilja umfang undanþágunnar. Hann sagði undanþáguna vera forsendu fyrir landbúnaði víðs vegar um landið og taldi jafnframt að rekstrarumhverfi Kúar myndi ekki batna við breytingar.

Allt undir sama lagaramma

Samkvæmt Ólafi, eru fyrirtæki í nágrannalöndum okkar, sem starfa undir samkeppnislögum, að skila miklu betri afkomu, þrátt fyrir harðari samkeppni. Ólafur væri því að eigin sögn til í að drífa í því að afnema allar verndir og undanþágur. Að hans mati er mikilvægt að setja allt undir sama lagaramma.

„Einnig þarf að tryggja að allir þeir sem vilja vinna úr mjólk geti unnið úr mjólk á samkeppnishæfu verði. Þannig sé jafnræðis gætt undir ákveðnum leiðum. Minni aðilum á að sjálfsögðu að vera gefinn kostur á ívilnandi stöðu gagnvart hinum stærri.“

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Fjallað er um fyrirtækið Highland Icelandic Tours sem sem býður upp á lúxus jöklaferðir.
  • Umbylting á Perlunni í býgerð.
  • Umfjöllun um óhjákvæmileg örlög evrutilrauninnar.
  • Greining á stöðu Deutsche Bank sem hefur verið á niðurleið frá 2007.
  • Greinargóð umfjöllun um ástand vegakerfisins og annarra innviða sem lengi hafa setið á hakanum.
  • Ítarlegt viðtal við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu.
  • Reynsluakstur á nýrri tegund af Volvo.
  • Arnþór Halldórsson, annar stofnenda Tomato hraðbankaþjónustunnar, tekinn tali.
  • Viðtal við Reyni Inga Árnason sem nýverið var ráðinn til Expectus sem stjórnendaráðgjafi.
  • Fylgiritið Fasteignir fylgir Viðskiptablaðinu.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar um ábyrgð embættismanna.
  • Óðinn skrifar um vexti og bankaskatt.