Eftir lokun markaða síðastliðinn þriðjudag gaf Greining ÍSB út nýtt verðmat á Bakkavör. Í gær hækkaði gengi bréfa í félaginu um 5,9% og endaði í 32,4. Niðurstaða verðmats á Bakkavör er 60 ma.kr. sem jafngildir 37,2 krónum á hlut. Teljur Greining ÍSB að þrátt fyrir hækkunina í gær sé enn kauptækifæri í bréfum fyrirtækisins. Er þá litið til langs tíma. Ráðgjöf okkar til skemmri tíma er að yfirvoga bréfin í vel dreifðum eignasöfnum sem taka mið af íslenska markaðinum.

Bakkvör verður gjörbreytt eftir yfirtökuna á Geest. Reiknað er með 9,6% vexti tekna í ár ef miðað er við proforma yfirlit félaganna 2004. Að meðaltali er vöxtur tekna 6,9% á spátímanum og 5% til framtíðar. Reiknað er með 93,5 m.punda EBITDA í ár, eða 11,3% af sölu. Á næsta ári reiknum við með 10,8% framlegð en að úr henni dragi með árunum og hún verði 9,8% til frambúðar. Gert er ráð fyrir tæplega 44 m.punda fjárfestingum á spátímanum sem er um 2,7% af veltu segir í Morgunkorni Íslandsbanka.