Hagnaður Alcoa Inc., móðurfélags Alcoa Fjarðaáls, nam 149 milljónum dala á þriðja ársfjórðungi, sem samsvarar um 18 milljörðum króna. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins 24 milljónum dala og á öðrum ársfjórðungi þessa árs nam hagnaðurinn 138 milljónum dala.

Velta fyrirtækisins nam 6,2 milljörðum dala á þriðja fjórðungi þessa árs, en á sama tíma í fyrra nam veltan 5,8 milljörðum dala.

Afkoman var mun betri en gert hafði verið ráð fyrir á markaði og í tilkynningu er haft eftir stjórnendum fyrirtækisins að bætt afkoma sýni fram á að umbreytingaferlið, sem Alcoa hefur verið að ganga í gegnum, sé að skila árangri. Gengi bréfa Alcoa hækkuðu um tæplega 4% í gær og hafa hækkað um 0,75% það sem af er degi í dag.