Moody's matsfyrirtæki greindi frá því í dag að lánshæfismat Íbúðalánasjóðs hafi verið lækkað í einkunnina Ba1 í Baa3. Horfur eru sagðar stöðugar. Íbúðalánasjóður tilkynnti um breytt lánshæfismat hjá Moody's eftir lokun markaða í dag.

Lækkun einkunnarinnar er sögð endurspegla miklar líkur á frekari fjárstuðningi stjórnvalda til þess að viðhalda stöðu Íls. Moody's býst við að eiginfjárhlutfall sjóðsins, sem er um 3% eftir 13 milljarða ríkisframlag seint á síðasta ári, muni lækka á árinu vegna afskrifta og rekstrarkostnaðar.

Ný einkunn Íbúðalánasjóðs, Baa3, er einum punkti neðar en einkunn íslenska ríkisins hjá Moody's. Búist er við áframhaldandi ríkisstuðningi við lánastofnunina, ekki síst vegna hagsmuna ríkisins og vegna mikilvægis skuldabréfa Íbúðalánasjóðs á skuldabréfamarkaði.