Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's segir horfur ríkissjóðs óbreyttar með stöðugum horfum og gefur lánshæfiseinkunninar Baa3/P-3. Matið fylgir árlegri skýrslu matsfyrirtækisins um Ísland sem kom út í kjölfar reglulegrar heimsóknar sérfræðinga Moody's hingað í byrjun mánaðar.

Í skýrslu Moody's segir að efnalífið hafi rétt úr kútnum í kjölfar efnahagshrunsins og fjármál hins opinbera batnað mikið í skjóli gjaldeyrishafta. Á hinn bóginn séu nokkrir óvissuþættir enn fyrir hendi og er nefnt í skýrslunni að gæta verði að fjármálalegum stöðuleika þegar gjaldeyrishöft verða afnumin.

Skýrsluna má lesa í heild sinni hér .