Líkt og aðrir bandarískir bankar á borð við Goldman Sachs og JP Morgan Chase þá tilkynnti Morgan Stanley einnig um gríðarlega hagnað af rekstri bankans á síðasta ársfjórðungi 2012.

Hagnaður bankans nam um 480 milljónum dollara samanborið við 275 milljóna dollara tap á sama tíma árinu áður. Bankinn hafði sagt um fjölda starfsmanna og þáði hærri þóknanir fyrir fjármálaþjónustu.

Fjárfestar tóku vel í þessar tölur og hækkuðu hlutabréf Morgan Stanley um 5,5%.

Líkt og áður kom fram sagði Morgan Stanley upp um 4500 starfmönnum, sem er um 7% af heildarstarfsmannafjölda, á nýliðnu ári og hyggst segja enn fleirum upp eða um 1300 starfsmönnum.

Þóknanir til starfsmanna árið 2012 námu 1,5 milljörðum dollara sem er 100 milljónum dollara minna en árið áður.