Nær öruggt er talið að samtök olíuframleiðsluríkja, OPEC, muni viðhalda skertu framleiðslustigi, en fundur olíumálaráðherra þeirra fer fram þann 25. þessa mánaðar.

Í frétt Bloomberg segir að búast megi við því að ríkin muni ekki auka framleiðslu að ráði fyrr en í árslok 2018. Í fréttinni segir að fari svo að birgðir í Bandaríkjunum aukist gæti olíufatið farið niður í 40 dali. Heimsmarkaðsverð á Brent Norðursjávarolíu er nú um 51,5 dölum á fatið.

Í desember í fyrra komust OPEC-ríkin, auk ellefu öðrum olíuframleiðendum, að samkomulagi um að minnka olíuframleiðslu um 1,8 milljónir fata á dag á fyrsta helmingi þessa árs.