Ef stjórnvöld vilja ræða skilmálabreytingar á útgefnum skuldabréfum Íbúðalánasjóðs þá ætti að líta til þess sem gerðist árið 2004, þegar skipt var á uppgreiðanlegum bréfum fyrir óuppgreiðanleg, og fjárfestar greiddu fyrir ákveðið skiptigjald. Þetta sagði Gunnar Baldvinsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, í viðtali við Viðskiptablaðið sem birtist í síðasta tölublaði.

Haft var eftir Eygló Harðardóttur húsnæðismálaráðherra í viðtali við fréttastofu Bloomberg í síðasta mánuði að eigendur íbúðabréfa yrðu að taka þátt í úrlausn vandamála sjóðsins. Fyrr í þessum mánuði sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að íbúðabréfaeigendur þyrftu að sýna sveigjanleika ef kæmi til viðræðna.

Þrátt fyrir yfirlýsingar ráðherra í fjölmiðlum hafa stjórnvöld ekki leitað til lífeyrissjóða vegna vanda sjóðsins, hvorki formlega né óformlega, að sögn Gunnars.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .