Í frétt á heimasíðu Rarik kemur fram að viðskiptavinir félagsins á almennum orkutaxta standa mun betur að vígi í samanburði við höfuðborgarbúa eftir þær breytingar sem urðu um áramótin. Fyrir áramót greiddi heimili á orkuveitusvæði Rarik sem notaði 5000 kWh á ári 12.750 krónum meira fyrir rafmagnið en heimili í Reykjavík, en þessi munur er nú aðeins 6.500 krónur, eða rúmar 500 krónur á mánuði segir í frétt Rarik.

Þar kemur einnig fram að eftir því sem notkun er meiri minnkar þessi munur og jöfnuður næst við liðlega 18.000 kWh ársnotkun í þéttbýli og um 50.000 kWh í dreifbýli. Þetta þýðir að stór heimili og minni fyrirtæki eru greiða svipað eða lægra verða hjá Rarik en hjá Orkuveitu Reykjavíkur eftir breytingarnar. Sem dæmi má nefna að lítil fyrirtæki með um 75 þúsund kílowattstunda ársnotkun greiða nú um 6.3% lægra verð hjá Rarik en hjá Orkuveitunni. Breytingin hefur sem sagt í för með sér lækkandi einingaverð með aukinni notkun vegna lægra orkugjalds en áður, en hjá þeim sem nota allra minnst verður lítilsháttar hækkun vegna hærra fastagjalds og þar er um lágar upphæðir að ræða.