Í vikunni voru sjö ár liðin frá því að fjárkreppan hófst fyrir alvöru og Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráð- herra, flutti sjónvarpserindið sem innihélt ósk um að Guð myndi blessa Ísland.

Dagarnir á undan höfðu verið viðburðaríkir og erfiðir fólki í stjórnmálum og viðskiptum, en þessa mynd tók ljósmyndari Morgunblaðsins nokkrum mínútum áður en Geir fór á fund í Seðlabankanum hið örlagaríka sunnudagskvöld.