*

laugardagur, 6. júní 2020
Innlent 8. nóvember 2019 18:12

Myndir: Dafnandi græn orka

Samorka bauð til fræðslufundar um upprunaábyrgðir raforku, stundum kölluð græn skírteini, á dögunum.

Ritstjórn
Fundargestir lögðu kirfilega við hlustir þegar Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku, fór yfir stöðu mála.
Eyþór Árnason

Samorka bauð til fræðslufundar um upprunaábyrgðir raforku, stundum kölluð græn skírteini, á Icelandair Hótel Natura á dögunum. Dafnandi græn orka var yfirskrift fundarins. Fjöldi gesta mætti á fundinn þar sem Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, Eyrún Guðjónsdóttir, sérfræðingur hjá Dóttir Consulting, Alexandra Münzer, framkvæmdastjóri Greenfact og Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku fóru yfir stöðuna.

Á fundinum var farið yfir tilurð og tilgang kerfisins um upprunaábyrgðir, hverjir kaupi slíkar ábyrgðir og af hverju. Rætt var um alþjóðlegar loftslagsaðgerðir og græn skírteini. Fram kom að eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku hafa aukist mikið. Viðskipti með græn skírteini eða upprunavottorð hafa að sama skapi aukist og sífellt fleiri lönd taka þátt í kerfinu.

Lovísa nefndi að fjárhagslegur ávinningur Íslands sé töluverður í þessu kerfi og tækifæri á að hámarka verðmæti þeirra orku sem hér er framleidd. Árið 2018 voru hreinar tekjur af sölu íslenskra upprunaábyrgða í kringum 800 milljónir króna en sú upphæði gæti hækkað. „Út frá markaðsvirði skírteinanna geta tekjur af sölunni numið frá hálfum milljarði til 5,5 milljörðum á ári." Hún sagði einnig að upprunaábyrgð geti veitt samkeppnisforskot. ,,Þar sem upprunaábyrgðir eru innifaldar í raforkuverði til heimila og fyrirtækja á almennum markaði, ættu fleiri fyrirtæki að skoða hvaða ávinning þetta geti fært þeim í markaðsstarfi í heimi þar sem krafan um sjálfbærni virðiskeðjunnar verður sífellt háværari", sagði Lovísa.

Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs.

Eyrún Guðjónsdóttir, sérfræðingur hjá Dóttir Consulting.

Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka.

Alexandra Münzer, framkvæmdastjóri Greenfact, var lífleg er hún flutti erindi sitt.

Glatt var á hjalla í lok fundar og slegið á létta strengi.

Ingvar Freyr Ingvarsson, hagræðingur Samorku, fylgdist grannt með gangi mála.

Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, lét sig ekki vanta á fundinn.

Að fundi loknum sköpuðust líflegar umræður milli fundargesta.

Stikkorð: Samorka græn skírteini