Báðum stúlkunum úr hljómsveitinni Pussy Riot, sem sátu í fangelsi, var sleppt lausum í dag af mannúðarástæðum. Mariu Alyokhina var sleppt eldsnemma í morgun og Nadezhdu Tolokonnikova var svo sleppt örfáum klukkustundum síðar.

Þær voru fangelsaðar í ágúst 2012, ásamt þriðju vinkonunni, eftir að þær höfðu verið dæmdar fyrir guðlast þegar þær sungu mótmælasöngva í kapellu í Moskvu. Dómnum yfir þeim var harðlega mótmælt.

Þriðja konan úr Pussy Riot, Yekaterina Samutsevich, var einnig dæmd en síðar látin laus eftir að dómnum hafði verið áfrýjað.