Vart var bæði við hækkanir sem lækkanir á Bandaríkjamörkuðum í dag. Nasdaq hækkaði á meðan Dow Jones og S&P lækkuðu

Nasdaq vísitalan hækkaði um 0,34%, Dow Jones lækkaði um 1,31% og Standard & Pours lækkaði sem svarar 1,59%.

Tölur sem sýna að eftirspurn eftir varanlegum neysluvörum hafi óvænt aukist í september höfðu jákvæð áhrif á markaði. Hagnaður fyrirtækja vestan hafs hefur reynst meiri en búist var við, áfram ríkir þó óvissa.

Seðlabanki Bandaríkjanna tilkynnti einnig um lækkun stýrivaxta síðdegis.

Olíuverð hækkaði í dag um 9,79% og kostaði olíutunnan 68,87 bandaríkjadali við lokun markaða síðdegis.