Tilkynning hefur verið send út um að stjórnir Nasdaq og OMX hafi hafið viðræður um sameiningu kauphallanna tveggja. Við sameiningu kauphallanna verður til stærsti markaður á sviði tæknifyrirtækja í heiminum.

Það er trú stjórna markaðanna að sameinaður markaður muni færa viðskiptavinum þeirra umtalsvert metri möguleika til viðskipta auk þess sem það sé hluthöfum kauphallanna til bóta.

Nýja kauphöllin mun heita NASDAQ OMX Group. Greitt verður með hlutabréfum í Nasdaq og reiðufé. Hluthafar OMX fá  0.502 bréf í Nasdaq og 94.3 sænskar krónur fyrir hvern hlut. Því virðist sem hér sé fremur um yfirtöku að ræða en sameiningu.