Matsfyrirtækið Moody's segir skuldakreppuna á evrusvæðinu hafa neikvæð á hrif á aðildaríki Evrópusambandsins. Lánshæfishorfur efnahagsbandalagsins eru nú neikvæðar og er þykir ekki útilokað að lánshæfiseinkunnir verði lækkaðar. Evrópusambandið er með lánshæfiseinkunnina AAA. Fyrr á árinu sagði matsfyrirtæki horfurnar neikvæðar í Þýskalandi, Frakklandi, Hollandi og í Bretlandi.

Í rökstuðningi Moody's kemur fram að það sé rökrétt þróun að horfur og lánshæfismat Evrópusambandsins þróist í sömu átt og helstu aðildarríkin en hlutdeild landanna fjögurra innan Evrópusambandsins nemur 45%.

Breska ríkisútvarpið, BBC, segir í umfjöllun sinni um málið fari svo að verði lánshæfiseinkunnir landanna lækkaðar þá muni það hafa áhrif á lánshæfismat Evrópusambandsins í heild.