Þingfesting í máli sérstaks saksóknara gegn fyrrverandi sparisjóðsstjóra SPRON og fjórum stjórnarmönnum fyrirtækisins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Guðmundur Örn Hauksson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri, og stjórnarmennirnir Margrét Guðmundsdóttir og Ari Bergmann Einarsson mættu við þingfestinguna og neituðu sök í málinu. Rannveig Rist og Jóhann Ásgeir Baldurs mættu hins vegar ekki og koma til með að lýsa afstöðu sinni þegar málið verður næst tekið fyrir.

Öll eru þau ákærð fyrir umboðssvik sem snúast um tveggja milljarða króna lánveitingu til Exista nokkrum dögum fyrir hrun. Þinghald í málinu var ákveðið 29. október.