Forseti Nígeríu mun í dag leggja fram áætlun um 60 daga sakaruppgjöf fyrir uppreisnarmenn úr hópi Niger Delta til að reyna að stöðva áralangar árásir á mestu olíu og gasframleiðendur Afríku. Kemur þetta fram á fréttavef upstreamonline.com í morgun.

Hafa þessar árásir og skemmdir á olíuleiðslum iðulega leitt hækkunar olíuverðs á alþjóðamarkaði. Hafa margoft komið fram getgátur um að uppreisnarmenn hafi jafnvel fengið greiðslur frá hagsmunaaðilum fyrir slíkar árásir.