Nokia, stærsti farsímaframleiðandi heims, hefur gert yfirtökutilboð í norska hugbúnaðafyrirtækið Trolltech fyrir 843 m.NOK að því er segir í Vegvísu Landsbankans.

Kaupverðið samsvarar 16 NOK á hlut sem er um 60% hærra en lokagengi bréfa Trolltech síðastliðinn föstudag. Nokia hefur þegar fengið samþykki frá 66,4% af hluthöfum Trolltech fyrir yfirtökunni.   Trolltech er framarlega í hugbúnaðaþróun og þá sérstaklega milli stýrikerfa (e. cross platform). Helsti ávinningur af kaupunum á Trolltech er auðveldari samhæfing milli farsímans og forrita sem fólk þekkir úr heimilistölvunni.