Nordic Style Magazine hefur brugðist við hótun frá Time inc. sem meðal annars gefur út InStyle magazine, um lögsókn vegna líkinda milli merkja tímaritanna tveggja, með því að skipta út öllum merkjum tímaritsins. Aðspurð segir Soffía Theódóra Tryggvadóttir, aðalritstjóri tímaritsins Nordic Style Magazine, að þau fengu frest út síðustu viku til að breyta merkinu og hafa nú þegar skipt út öllum merkjunum á útgefnu efni.

Signý Kristinsdóttir, markaðsstjóri Nordic Style Magazine, bætir við að þó svo að þau hafi íhugað mikið að fara í hart þá varð niðurstaðan sú að það myndi ekki borga sig fyrir þau, hvorki fjárhagsleg né tímalega séð. Þessvegna neyðist teymið til að þróa ímyndana upp á nýtt. „Við erum að vinna í nýju merki og heildarútliti með grafískum hönnuði. Time inc. er búið að vera í miklum samskiptum og að ýta á að breytingum yrði framfylgt sem fyrst.“ Segir Signý. „Við höfum skipt út forsíðunni á öllum okkar útgáfum af tímaritinu á netinu og á heimasíðunni. Næsta skref er að taka út logo-ið á félagsmiðlum. Þetta er kostnaðarsamt og tímafrekt ferli.“ Nordic Style Magazine var stofnað haustið 2012 og hafði hingað til fengið að nota merkið sitt í friði.

Aðspurð segir Soffía Theódóra ástæðu þess líklega vera að stjórnendur Time inc. hafi ekki orðið varir við síðuna þangað til nýlega. „Það er í raun og veru bæði jákvætt og neikvætt að þetta risafyrirtæki hafi tekið eftir okkur.“ Segir hún. En Soffía Theódóra gerir ekki ráð fyrir fleiri vandamálum í gerð Time inc. eftir að breytingar hafa átt sér stað.

Soffía segist ekki hafa íhugað að merkið hafi verið líkt InStyle merkinu þegar það var þróað. „Upphaflega heitir tímaritið Nordic Style Magazine og okkur fannst bara flott að hafa N og gráðu fyrir framan. Það var bara hugsunin en við hugsuðum ekki alveg svona langt.“ Sagði hún.

Hún áætlar að heimasíða tímaritsins fái um 20.000 heimsóknir á mánuði. Tímaritið er í augnablikinu að breyta til, og var að gera það áður en hótunin barst, um að leggja meiri áherslu á síðuna en tímaritið sjálft vegna þess að það komi meiri traffík í gegnum hana heldur en tímaritið.

Áhugasamir geta skoðað tímaritið á vefsíðunni: http://www.nordicstylemag.com/