Landsmönnum fjölgaði um 100 á öðrum ársfjórðungi 2012. Í lok júní bjuggu 320.160 manns á Íslandi, þar af voru 160.600 karlar og  159.560 konur. Erlendir ríkisborgarar voru 20.570, samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar um mannfjölda.

Á höfuðborgarsvæðinu búa 203.970 manns. Á tímabilinu fæddust 1.160 börn en 440 einstaklingar létust, fleiri fluttust frá landinu en  til þess, en brottfluttir voru 610 umfram aðflutta. Þar af voru 220 Íslendingar. Noregur var helsti áfangastaður brottfluttra  íslenskra ríkisborgara og fluttust þangað 340 manns. Til Danmerkur, Norges og Svíþjóðar fluttust 610 íslenskir ríkisborgarar af  870 sem fluttu erlendis.