Norska olíu- og álframleiðslufyrirtækið Norsk Hydro tilkynnti í gær að hagnaður félagsins á öðrum ársfjórðungi hefði aukist um 2,1% frá því á sama tíma og í fyrra og nam hagnaðurinn samtals 5,95 milljörðum norskra króna. Afkoman var nokkuð yfir væntingum greiningaraðila, en samkvæmt skoðanakönnun sem Dow Jones-fréttastofan gerði á meðal hagfræðinga var gert ráð fyrir hagnaði upp á 4,78 milljarða norskra króna.

Þrátt fyrir aukinn hagnað félagsins minnkuðu tekjur Norsk Hydro um 3,1% á ársfjórðungnum í 46,53 milljarða norskra króna, meðal annars sökum lægra olíuverðs á heimsmarkaði.