Forsvarsmenn bandaríska bílaframleiðandans DeLorean ætla að búa til sérstaka afmælisútgáfu af DMC 12-sportbílnum. Bíllinn lék stórt hlutverk í kvikmyndunum Back to the Future sem hafa tryggt sér sess í kvikmyndasögunni. Á næsta ári verða liðin 30 ár frá því fyrsta myndin var frumsýnd.

Fyrirtækið byggir á grunni DeLorean, dótturfyrirtækis sem var í eigu bandaríska bílarisans General Motors. Fyrirtækið seldi aðeins 9.000 bíla undir merkjum DeLorean og varð það gjaldþrota árið 1982.

Fram kemur í bandaríska miðlinum Orange County Register að sportbílinn hafa notið mikilla vinsælda hjá krökkum á sínum tíma eftir frumsýningu Back to the Futures. Þeir sem féllu fyrir bílnum þá séu nú orðnir fullorðnir og hafi margir þeirra efni á að láta draum sinn rætast og eignast eintak af bílnum. Eitt stykki af uppfærðum DeLorean kostar um 45.000 dali, jafnvirði um 5,5 milljóna íslenskra króna.

Ekki er stefnan á að fjöldaframleiða bílana heldur eftir pöntunum. Þegar er búið að útbúa sex DeLorean-bíla eins og þá sem voru í Back to the Future. Á meðal fylgihluta í bílunum er box sem líkist því sem aðalsöguhetja Mary FcFly notaði til að stilla á hvaða ár hann ætlaði að keyra til. Vart þarf samt ekki að taka fram, að boxið virkar ekki eins og í myndinni. Sömu sögu er að segja af þotuhreyflum og öllum öðrum aukabúnaði.

Hér að neðan má sjá tvö myndskeið um DeLorean-bílinn. Annað þeirra er úr fyrstu Back to the Future-myndinni frá árinu 1985. Hitt sýnir menn búa til eftirgerð af bílnum.