Bandaríska fæðubótaefnafyrirtækið Nutrition 21 hefur nú lokið við yfirtöku á bandaríska fyrirtækinu Iceland Health og hefur þar með tryggt sér rétt að dreifingu á vörum með Omega-3 fitusýrum í Bandaríkjunum, segir í frétt Dow Jones.

Kaupsamningurinn hljóðar upp á átta milljón hlutabréfa, 70 milljónir króna í reiðufé, 175 milljónir króna í þriggja ára skuldabréfum, 175 milljónir króna að hámarki í arðgreiðslum og mögulega aukning hlutafés um 1,5 milljónir hluta.

Iceland Health hefur einkarétt á markaðssetningu og sölu á fiskiolíuafurðum með omega-3 fitusýrum sem framleiddar eru af íslenska fyrirtækinu Lýsi hf.