Í kjölfar stefnumótunarvinnu hjá Sjóvá-Almennum tryggingum hf. hefur verið ákveðið að félagið muni nú vera markaðssett undir heitinu Sjóvá og hefur merki þess verið endurhannað og fært í nútímalegra horf. Félagið mun þó áfram heita Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Hlutverk Sjóvá hefur verið skilgreint ?að tryggja verðmætin í lífi fólks". Til framtíðar verður lögð áhersla á að efla þjónustu við viðskiptavini félagsins enn frekar. Hleypt hefur verið af stokkunum nýju útliti á heimasíðu Sjóvá, sjova.is.

Félagið hefur borið nafnið Sjóvá-Almennar allt frá sameiningu fyrirtækjanna tveggja árið 1989. Þar sem Sjóvá-Almennar er löngu orðið eitt fyrirtæki í hugum viðskiptavina var ákveðið að stytta nafnið í Sjóvá í daglegu tali. Nafnið er bæði þjálla og nær talmáli segir í tilkynningu félagsins.

Þars egir enfremur að upprunalegt merki Sjóvá-Almennra er tré sem stendur annars vegar fyrir stöðugleika og sterkar rætur félagsins og hins vegar vöxt og grósku í starfseminni. Það var auglýsingastofan Hvíta húsið sem stóð að endurhönnun merkisins og hefur það verið fært í nútímalegra horf með því að einfalda táknmyndina og létta á yfirbragði þess. Teikning gamla merkisins sýndi tvær rætur til að leggja áherslu á að félagið samanstæði af tveimur fyrirtækjum, en nú birtist Sjóvá sem eitt fyrirtæki og tekur teikningin mið af því segir í tilkynningunni.

Í stefnumótunarvinnu með þátttöku allra starfsmanna var hlutverk Sjóvá skilgreint ?að tryggja verðmætin í lífi fólks". Til framtíðar verður lögð megináhersla á að efla þjónustu við félagsins viðskiptavini enn frekar.