*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 12. mars 2016 12:34

Ný stjórn Félags fasteignasala

Kjartan tekur við að Ingibjörgu sem formaður Félags fasteignasala en Ingibjörg hafði gegnt embættinu í níu ár.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Nýlega var kosin ný stjórn hjá Félagi fasteignasala. Kjartan Hallgeirsson hefur verið kjörinn formaður félagsins og tekur hann við af Ingibjörgu Þórðardóttur, sem gegnt hafði embættinu frá árinu 2007. Kjartan starfar á fasteignasölunni Eignamiðlun.

Ný stjórn félagsins er þannig skipuð:

  • Kjartan Hallgeirsson, formaður. Eignamiðlun.
  • Finnbogi Hilmarsson, varaformaður. Hemili fasteignasala.
  • Hannes Steindórsson, meðstjórnandi. LIND fasteignasala.
  • Reynir Erlingsson, ritari. Nýtt heimili fasteignasala.
  • Þóra Birgisdóttir, gjaldkeri. Borg fasteignasala.

Grétar Jónasson er framkvæmdastjóri Félags fasteignasala.

Stikkorð: Félag fasteignasala
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is