Á aðalfundi Samtaka verslunar og þjónustu sem haldin var í dag var kosið um þrjú sæti í stjórn samtakanna. Kosningu hlutu Jón Björnsson, Festi hf.,  Jón Ólafur Halldórsson, Olíuverzlun Íslands hf. og Kjartan Örn Sigurðsson, frá verslunin Kvosin ehf.

Formaður samtakanna er áfram Margrét Sanders hjá Deloitte ehf., en hún var kosin til tveggja ára á síðasta aðalfundi. Aðrir í stjórn eru Árni Stefánsson hjá Húsasmiðjunni, Margrét G. Flóvenz frá KPMG og Ari Edwald frá MS.

Úr stjór SVÞ gengu Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður samtaka Sjálfstæðra skóla, Gestur Hjaltason frá ELKO og Sigríður Margrét Oddsdóttir frá Já.

Í tilkynningu frá samtökunum segir að eitt af helstu baráttumálum þeirra sé að ríki og sveitarfélög úthýsi mun fleiri verkefnum til einkafyrirtækja. Það auki við skilvirkni, bæti þjónustu og spari umtalsvert fjármagn.