Fjárfestingasjóðurinn Draper Fisher Juvertson tók í neyðarhemlana í síðustu viku og hætti við að koma með nýtt fjármagn inn í rekstur Nyhedsavisen.

Vefsíða Børsen greinir frá þessu í dag.

Tim Draper, sem er einn forsvarsmanna sjóðsins, segir ekki nægar upplýsingar hafa legið fyrir um rekstur blaðsins til að hægt væri að taka þátt í honum.

„Morten Lund er mjög skapandi og ferskur frumkvöðull. Við erum í samstarfi við Lund í ýmsum verkefnum. Óheppilegt er, að þetta verkefni gekk ekki eftir,“ segir Draper í samtali við Børsen.

„Morten hafði vonast til að við kæmum með peninga inn í reksturinn. Við vissum ekki nægilega mikið um ástandið til að það væri mögulegt,“ segir hann.