Horfur eru á að efnahagur nýju bankanna verði allt að 25% minni en gert var ráð fyrir í áætlun ríkisstjórnarinnar í haust.

Þá var gert ráð fyrir að efnahagur þeirra yrði samtals um 3.900 milljarðar króna og eiginfjárframlag ríkissjóðs miðaðist við að þeir fengju 385 milljarða framlag. Þannig átti að tryggja þeim 10% eiginfjárhlutfall.

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra upplýsti á Alþingi fyrr í vikunni að þetta framlag yrði verulega minna en áður hefur verið rætt um, sem hefði í för með sér að bankarnir yrðu talsvert minni, eins og hann upplýsti í samtali við Viðskiptablaðið.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .