Óformlegar þreifingar hafa verið meðal manna í íslensku atvinnulífi um það hvort unnt er að koma nýjum banka á flot sem gæti þjónustað viðskiptalífið.

Vaxandi óánægja er meðal þessara aðila með hve hægt hefur gengið að koma fjármálakerfinu af stað aftur og fá eðlilega þjónustu við fyrirtæki landsins.

Þessar þreifingar hafa verið í gangi um nokkurt skeið, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins, en menn töluðu ákaflega varlega þegar leitað var eftir upplýsingum.

Einn frammámaður í hagsmunakerfi atvinnurekenda sagði þó að hann teldi  að stofnun slíks banka væri besta viðskiptahugmynd sem hann hefði heyrt lengi á Íslandi.

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun