Starfsmenn Kauphallar Íslands vinna nú við að útfæra nýjan markað í Kauphöllinni sem á að koma til móts við þarfir sprotafyrirtækja. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, hefur lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða, sem miðar að því að færa nýtt líf í áhættufjármögnun Sprotafyrirtækja.

Þetta kom fram á opnum félagsfundi sem Samtök sprotafyrirtækja (SSP) og Samtök iðnaðarins (SI) stóðu fyrir um Sprotavettvang, fjármögnun nýsköpunar og nýjan markað í Kauphöll Íslands.

Tilgangur fundarins var að kynna það starf sem stjórn SSP hefur unnið að framhaldi af Sprotaþinginu sem haldið var í húsakynnum Marel í febrúar s.l. Á Iðnþingi í mars boðaði iðnaðarráðherra aðgerðir sem miða að því að koma til móts við ýmsar þær óskir sem fram komu á Sprotaþinginu og skipaði í framhaldi af því starfshóp til fara yfir fjármögnun nýsköpunar og gera tillögur um aðgerðir.