Gengi hlutabréfa í bandaríska tæknifyrirtækinu Apple hefur fallið um 4% í framvirkum viðskiptum á bandarískum hlutabréfamarkaði . Ekki er búið að opna fyrir viðskipti vestanhafs. Apple kynnt tvo nýja síma í gær, annan sem er næsta skref frá iPhone 5 og ódýrari gerð sem á að kosta 99 dali, rétt um 12 þúsund íslenskar krónur. Fyrrnefndi síminn mun að líkindum verða á svipuðu verði og iPhone 5.

Eftir kynninguna tók gengi hlutabréfa Apple að lækka og nam 2,28% þegar lokað var fyrir hlutabréfaviðskipti.

Gengi hlutabréfa Apple stendur nú í 494,64 dölum á hlut. Það er svipað gengi og í byrjun mánaðar en um 100 dölum hærra en í apríl í vor þegar gengi bréfanna fór lægst niður í 390 dali á hlut.