Greiningardeild Landsbankans metur virði Glitnis á 318 milljarða króna eða 22,7 krónur á hlut. Gengi bankans á markaði er nú 23,5 krónur á hlut. ?Við mælum með að fjárfestar minnki við bréf sín í bankanum og undirvogi í vel dreifðu eignasafni,? segir greiningardeildin.

?Stjórnendur hafa tilkynnt að eiginfjárhlutfall bankans verði nokkru hærra næstu misserin en langtímamarkmið kveða á um. Þetta er í takt við það sem við höfum gert ráð fyrir í verðmati okkar á bankanum og kemur því ekki á óvart.

Tímabundið hátt eiginfjárhlutfall er skynsamlegt í ljósi þess umróts sem verið hefur í kringum fjármögnun íslenskra banka, en styður auk þess við frekari vöxt og auðveldar bankanum að mæta sveiflum í gengi krónunnar,? segir greiningardeildin.

Hreinar vaxtatekjur og þóknanatekjur uxu um110% á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við sama tímabil fyrir ári. ?Rekstrarkostnaður hefur vaxið minna, eða um tæp 70%. Hluta vaxtar þóknunartekna má skýra með yfirtökum á fyrirtækjum í Noregi og Svíþjóð,? segir greiningardeildin.