Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er kominn til Pétursborgar þar sem fundur svokallaðra G20 ríkja fer fram. Þar mun forsetinn meðal annars ræða mögulegar loftárásir á Sýrland.

The New York Times segir að Obama sé það ljóst að hann muni ekki hitta fyrir eintóma jábræður í Rússlandi. Hins vegar vonast hann til þess að eiga góða fundi með fulltrúum þeirra ríkja sem hann gæti talið bandamenn sína.

Obama mun meðal annars funda með Vladimir Pútin, forseta Rússlands. Sá síðarnefndi er alls ekki sannfærður um að sýrlensk stjórnvöld beri ábyrgð á efnavopnaárásum í Sýrlandi.