Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, kynnti bandaríska þinginu 447 milljarða dala áætlun sína um örvun á vinnumarkaði í landinu en atvinnuleysi vestanhafs hefur verið viðvarandi um 10% um nokkurt skeið. Auknar framkvæmdir á vegum hins opinbera, spornað við uppsögnum kennara og helmingun skatta á launamenn og smáfyrirtæki. Allt þetta leggur Obama til og í gær skoraði hann á þingið að hætta pólitískum þrætum og  „gera eitthvað til þess að hjálpa efnahagslífinu."

Skattalækkanir eru, að sögn Bloomberg, meira en helmingur andvirðis þeirra aðgerða sem Obama leggur til og er það auka möguleikana á að samstaða náist um áætlunina.