Barack Obama tilkynnti í gær að hann myndi veita 15 einstaklingum æðstu borgarlegu heiðusorðu Bandaríkjanna, Frelsisorðuna (e. Medal of Freedom).

Meðal þeirra forsetinn mun veita orðuna eru Warren Buffett, fjárfestir, George Bush eldri og Angela Merkel kanslari Þýskalands. Fréttaskýrendur vestanhafs segja að veitingu orðunnar til Bush sé leið til að byggja brú yfir til Repúblíkanaflokksins, sem sigraði kosningarnar nú í byrjun mánaðarins.