Seðlabanki Japan tilkynnti í morgun þá ákvörðun bankastjórnar að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5%. Var það samróma niðurstaða bankastjórnar og í takti við væntingar á markaði.

Þetta kemur fram í Morgunkorni Glitnis.

Stýrivextir bankans hafa verið óbreyttir í 0,5% frá því í febrúar 2007 er þeir voru hækkaðir úr 0,25%.

Shirakawa, seðlabankastjóri Japansbanka, sagði á fréttamannafundi í kjölfar vaxtatilkynningarinnar að hætta væri á að versnandi viðskiptakjör gætu dregið úr innlendri eftirspurn í Japan.

Á móti vægi hættan á vaxandi verðbólguvæntingum sem gætu skilað sér í hærri verðlagningu fyrirtækja.

Verðhjöðnun ríkti í Japan bróðurpartinn af síðasta ári, eða frá febrúar fram í október. Frá þeim tíma hefur verðbólga aukist jafn og þétt að apríl undanskildum þegar ársverðbólga minnkaði á milli mánaða.

Verðbólga í apríl mælist 0,9% á ársgrundvelli