Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fv. fjármálaráðherra, sigraði Björgvin G. Sigurðsson nokkuð örugglega í flokksvali flokksins í Suðurkjördæmin sem fram fór í dag.

Oddný hlaut 1.010 atkvæði í 1. sæti  en Björgvin hlaut 669 atkvæði í 1. – 2. sæti. Ekki hafa enn fengist upplýsingar um það hversu mörg atkvæði Björgvin fékk í 1. sæti.

Björgvin leiddi lista Samfylkingarinnar í kjördæminu í alþingiskosningunum vorið 2009 en Oddný var þá í öðru sæti listans.

1.551 manns greiddu atkvæði í flokksvalinu í dag sem er 43,71% kjörsókn.

Úrslit flokksvalsins eru sem hér segir.

  1. Oddný G. Harðardóttir með 1010 atkvæði í 1. sæti
  2. Björgvin G. Sigurðsson með 669 atkvæði í 1.-2. sæti
  3. Arna Ír Gunnarsdóttir með 456 atkvæði í 1.-3.sæti
  4. Árni Rúnar Þorvaldsson með 622 atkvæði í 1.-4. sæti
  5. Ólafur Þór Ólafsson með 615 atkvæði í 1.-5. sæti
  6. Bryndís Sigurðardóttir með 637 atkvæði í 1.-6. sæti

Kosning er bindandi í 4 efstu sætin.